26. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. desember 2022 kl. 09:05


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
René Biasone (RenB) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 09:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:05

Orri Páll Jóhannsson boðaði forföll.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) 390. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:06
Nefndin fjallað um málið og fékk á sinn fund Hlín Gísladóttur og Sverri Aðalstein Jónsson frá Umhverfisstofnun sem tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði og Svövu Svanborgu Steinarsdóttur frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Þá fékk nefndin á sinn fund Auði Önnu Magnúsdóttur frá Landvernd og Magnús Óskarsson lögmann Landverndar, Gunnlaug S. Stefánsson frá Náttúruverndarfélaginu Laxinn lifir og Flóka Ásgeirsson og Óttar Yngvason lögmenn félagsins.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Vigdís Häsler, Hilmar Vilberg Gylfason, Valberg Klemensson og Þorvaldur Arnarsson frá Bændasamtökum Íslands.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu um samskipti ráðuneytisins við ESA í tengslum við frumvarpið og upplýsingum um með hvaða hætti ráðuneytið teldi sig vera að mæta athugasemdum ESA sem fram komu í bráðabirgðaniðurstöðu stofnunarinnar í máli vegna kvörtunar sem beint var til ESA vegna veitingar rekstrarleyfa til bráðabirgða og veitingar tímabundinna undanþága frá starfsleyfi til rekturs fiskeldisstöðva, dags. 14. apríl 2020 og formlegu áminningarbréfi dags. 15. desember 2021, með frumvarpinu. Þá var óskað upplýsinga um hvort ESA hefði tjáð sig með einhverjum hætti við ráðuneytið um frumvarpið og þá sérstaklega varðandi það hvort stofnunin teldi það koma til móts við athugasemdir sínar.

3) Önnur mál Kl. 10:42
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:43